Author: Vefstjóri-Raggagardur.is

  • Fjölskylduhátíðin Með Hjartanu

    Fjölskylduhátíðin MEÐ HJARTANU verður 25. – 27. júlí vegna 20 ára afmælis garðsins. Eins og þið flest vitið er garðurinn byggður upp með hjartanu bæði vestfirðinga og annara. Það verður mikið um að vera og endilega takið þessa helgi frá. Frábært tjaldsvæði 600 metra frá garðinum. Svo er eflaust einhverjar íbúðir til leigu í Súðavík, Ísafirði og Bolungarvík fyrir þá sem vilja. Endilega deilið á ykkar síðum hvar sem þið búið á landinu.

    Af tilefni hátíðarinnar eru bolir til styrktar Raggagarðs til sölu í Kaupfélagi Súðavíkur og í Raggagarði eftir 1. júlí ’25.
    Einnig er hægt að panta bol í gegnum netfangið: raggagardur@simnet.is
    Barnabolir kr 3.000 kr. og fullorðinsbolir 4.000 kr.

    Njótið þessa helgi saman með okkur og gerum það með hjartanu.