ÁGÆTU GESTIR RAGGAGARÐS.

Við sem stöndum að þessum garði, viljum biðja ykkur um

að taka tillit til eftirfarandi atriða:

 

· Gestir Raggagarðs eru á eigin ábyrgð meðan á dvöl stendur.

 

· Vinsamlega takið tillit til sumargesta og hafið ekki hávaða í garðinum

eftir kl. 22:00 .

 

· Börn undir 10 ára eiga ekki að vera eftirlitslaus í garðinum.

 

· Gangið ekki í trjábeðum og klifrið ekki í trjánum.

 

· Gangið vel um leiktækin og garðinn. Gangið frá eftir ykkur og setjið allt rusl í ruslatunnur. Skolið grill-grindur í útivaski við salernishús. Tunna undir ösku er einnig staðsett við salernishús.

 

· Vinsamlega styttið ykkur ekki leið með því að fara yfir runnagróður.

 

· Ekki er leyfilegt að hafa hunda né önnur dýr á leikjasvæði garðsins. Lausaganga dýra er óleyfileg á öðrum svæðum við garðinn.

 

· Hægt er að leigja stórt grill og smáhýsi á útivistarsvæðinu, samkvæmt verðskrá, fyrir ættarmót eða aðra stærri viðburði.

Hafið samband við umsjónarmann.

 

· Ölvun er bönnuð í Raggagarði og reykingar ekki leyfðar á leikjasvæðinu.

 

· Ekki er leyfilegt að tjalda í garðinum, né leggja húsbílum á bílastæðinu yfir nótt.

 

 

Með von um að þið eigið ánægjulegar stundir í Raggagarði.

Með vinsemd og virðingu

 

Stjórn Raggagarðs.

en_USEnglish