From 2009
Janúar. Jólafundur stjórnar garðsins. Farið yfir innkomnar tillögur að nafni á álftirnar og ákveðið að skoða enn frekar nokkur nöfn fyrir næsta fund.
13. Janúar. Ákvörðun tekin með vinningshafa í keppninni en þau nöfn sem unnu voru Askur og Embla og merki garðsins var einnig valið.
30. Janúar. Birnu Bragadóttur var afhent verðlaunin fyrir hönnun á merki Raggagarðs sem eru höfuð og háls álfta sem mynda hjarta í miðjunni með tveim laufblöðum sem mynda línur í búk álftanna. Álftirnar þíða Ask og Emblu, laufblöðin þíða útivist og grænt svæði og hjartað túlkar hvernig garðurinn er gerður með hjarta fólksins sem hefur unnið við gerð hans.
9. Febrúar. Fjárlaganefnd Alþingis styrkir garðinn um 500.000 kr.
18. Apríl. Framkvæmdastjóri garðsins fór á málþing um börn og ferðalög á Drangsnesi og hélt þar fyrirlestur um áhrif garðsins á ferðaþjónustu á svæðinu.
16. Maí. Stjórn og velunnarar garðsins fóru í það að setja bekki og borð út í garðinn eftir vetrageymslu í bílskúr garðsins. 6 manns í um 1 klst eða 6 vinnustundir alls.
17. Maí. Karlakór Eyjafjarðar heimsótti garðinn og tóku lagið fyrir viðstadda. Að því loku var þeim boðið upp á kaffi og kleinur í garðinum. Aðrir hópar voru leikskólar.
28. Maí. Garðurinn hlaut 50.000 kr styrk úr menningarsjóði Vestfjarða til forkönnunar á gerð sögu og litabókar fyrir garðinn.
19. Maí. Komu börn og starfsfólk leikskólans Sólborg á Ísafirði í heimsókn. Um 50 manna hópur alls.
22. Maí. Bekkjadeild 3,4 og 5 bekkjar Súðavíkurskóla heimsækja garðinn og léku sér og grilluðu.
3. Júní. Garðinum fékk bréf frá 6 ára stúlku þar sem hún lýsir ánægju sinni með garðinn. Með bréfinu var 5.000 kr gjöf frá henni sem styrkur í garðinn.
19. Júní. Óvissuferð kennara á Leiksólanum Sólborg Ísafirði kom og heimsóttir garðinn.
21. Júní. Vinnudagur í Raggagarði. Tíu manns mættu í 3 tíma og um kvöldið voru 4 manns við störf við frágang á 30 vinnustundir alls. Tvö leiktæki voru sett niður á neðra svæðið fyrir yngri börnin, sláttuþjónustan gaf garðinum fyrsta sláttinn á garðinum og Jónbjörn hjálpaði til með gröfunni að setja niður 2 stóra staura við hliðið. Um kvöldið mættu 4 manns við að ganga frá girðingunni og annan frágang frá kl 20.00 til kl:22.30 um kvöldið. Eða alls 10 vinnustundir. Albert Heiðarsson smíðaði pall og veggi við salernishúsið. Pallurinn var hannaður með aðgengi fyrir fatlaða í huga. Jónbjörn Björnsson kláraði frágang á möl við bílastæði garðsins og taka moldarhauga ofan bílastæðis. Beinteinn frá Sjónarhóli styrkti garðinn með því að leggja gólfdúk á salernishúsið. En það tók alls 6 stundir. Samtals alls 46 vinnustundir
22. Júní. Vinnuskóli Súðavíkurhrepps tekur að sér að hreinsa gróður í garðinum í 3 daga ásamt starfsmönnum vinnuskólans en þau voru 15 alls frá 8.00 til 14.00. Þetta er styrkur fá Súðavíkurhrepp. Samtals vinnustundir 135 en Hreppurinn styrkti því garðinn um 135.000 kr með vinnuframlagi.
27. Júní. Fjölskyldudagur Verkalýðsfélag Vestfirðinga var haldin í fyrsta sinn í Raggagarði. Að því tilefni styrkti Verk Vest garðinn um stórt sérsmíðað grill sem kostaði rúma 500.000 kr í smíðum. Grillið er ætlað til þess að hægt sé að grilla í garðinum fyrir stóra hópa. Líka hafa verið milli 100-200 manns í garðinn af því tilefni.
28. Júní. Var sett upp box úr plexi gleri á salernishúsið ásamt borði til að skrifa í gestabók. Barði smíðaði borðið og setti upp í garðinum. 2 vinnustundir
30. Júní.
Eggert og Michelle Nielson héltu tónleika í Einarhúsi í Bolungarvík 27 júní en það mættu 7 á tónleikanna. Síðan aðrir tónleikar á Ömmu Habbý líka til styrktar garðinum en mættu það um 34 manns. Safnaðist 34.500 kr
1 júlí. Barði og Bogga fóru í fjöruferð og fundu vestfirska aflraunasteina sem voru viktaðir hjá H.G og settir í garðinn fyrir Vestfjarðavíkinginn. Jónbjörn flutti grjótið á gröfunni. Einnig annar undirbúningur vegna Vestfjarðavíkingsins 2009. 15 vinnustundir.
3. Júlí. Vestfjarðarvíkingurinn var haldin í Raggagarði í fyrsta sinn og var keppt í steinatökum. Prófuðu þeir meðal annars aflraunasteina garðsins. Styrkti meðal annar Súðavíkurhreppur um
25.000 kr og Murr ehf 10.000 keppnina og Amma Habbý gaf þeim að borða á veitingastaðnum og H.G bauð þeim siglingu í kvíarnar með Barða. Ætla mætti að það hafi verið yfir 100 manns í garðinum að horfa á.
9. Júlí. Leikskólinn á Bakkaskjóli Hnífsdal heimsótti garðinn.
26. Júlí. 1071 manns höfðu skrifað í gestabókina þetta sumarið sem af er. En áætlað er að um 60 % gesta skrifi í gestabókina.
30.Júlí. Hóf Raggagarður að selja glös til styrktar garðinum með merki garðsins á.
1. Águst. Bogga tók gamla vegasaltið og hreinsaði af því gamla málningu og málaði upp á nýtt og setti á ný sæti. Fór í þetta 9 vinnustundir.
5. Ágúst.
Var steypt og sett niður 3 leiktæki í viðbót. Vegasaltið gamla á neðra svæðinu og 2 ný leiktæki á efra svæðið. Jónbjörn gróf holurnar og Bogga og Dóri setti upp steypukassa undir steypuna og Dóri setti saman leiktækin á efra svæðið. Ósafl í Bolungarvík gaf steypuna fyrir leiktækin. 2 unnu við þetta verk sem tók um
18 vinnustundir.
6. Ágúst. Jónbjörn kom og mokaði að leiktækjunum og Bogga og Dóri mokuðu að leiktækjunum restina og gengu frá eða um 4 vinnustundur.
8. Ágúst. Bogga sá um lifur og brauð fyrir gesti H.G í Samkomuhúsinu og fór ágóðinn af vinnunni til styrkatar Raggagarði. Safnaðist þar 23.679 kr fyrir vinnuna en í þetta fór alls 6 vinnustundir.
9. Ágúst. Halldór Gíslason frá Grund gaf garðinum bauk sem settur var upp á vegg salernishús við gestabókina.
15. Ágúst. Vinnudagur í garðinum þar sem leiktækin voru máluð og gamla leikskólagirðingin einnig máluð eftir lagfæringar. Hluti af firðingu hafði verið tekin niður og spelarnir notaðir til að laga hornið. 9 manns unnu við þetta í 3 tíma alls eða 27 vinnustundir.
Um kvöldið fór stjórn garðsins í að telja saman dósir sem safnast hafði í flöskusöfnun í flöskutunnur garðsins og frá Sumarbyggð hf. Vorum við 4 í tvær og hálfa klukkustund eða 10 vinnustundir alls
20. Ágúst.
Gámaþjónusta Vestfjarða lánaði Raggagarði vörubíl til að koma 4 brettum af hellum sem Ásel gaf Raggagarði til að helluleggja fyrir framan salernishúsið í garðinum. Bogga og Dóri fóru í málið og Barði fékk lyftara hjá H.G til að taka þær af pallinum við garðinn. Í framhaldinu var Jónbjörn fengin til að gera jarðvegskipti fyrir framan húsið.
1. September. Stefanía og Einaer Nielson gefa garðinum 25.000 kr í gjöf til styrktar garðinum
4. September. Farið var í að leggja hellurnar frá Ásel fyrir framan húsið og í það fóru nokkur 3 kvöld með Dísu Barða Oddný, Bogga.og Anne. Í það fóru 18 vinnustundir.
6. September. Fundur stjórnar þar sem farið var yfir verkefni vetrarins fyrir garðinn.
9. September. Farið í að telja dósirnar eftir sumarið. Dísa Oddný Anne Berit og Bogga töldu dósirnar. Safnaðist 43.980 kr yfir sumarið. Í þetta fór 8 vinnustundir
6. Október. Styrkti Sumarbyggð garðinn um 32.100 kr en það var vegna húsaleigu hreppsins hjá Sumarbyggð sem þeir vildu að gengi til garðsins sem styrkur.
7. September. Stjórnin tekur alla lausamuni inn í bílskúr og stóra grillið í Murr til hreinsunar. Að hreinsa grillið og setja Dótið inn tók um 11 vinnustundir
27. September. Stjórn og vinir Raggagarðs fór annað árið í röð í smalamennsku í Djúpinu til fjáröflunar fyrir garðinn. Barði Ingibjartsso fjallkóngur fór í allar ferðirnar frá 27 sept –6.nóv og sá um að kalla fólk í ferðir. Dísa fór í 3 ferðir og Kjartan Geir 2. aðrir fóru eina ferð hver. Í fyrstu ferð í Heydal Mjóafirði fór Barði Bogga og Anne Berit ásamt Hafliða. Í göngu fóru líka Dísa Anna Lind, Sigurdís, María, Nikolai Kjartan Geir og Eiríkur. Raggagarður fékk 80.000 kr fyrir samalamennskuna sem rennur til Raggagarðs. Að meðaltali fór um 8 stundir í hverja ferð í 16 ferðum og því má áætla að í smalamennsku hafi farið 128 vinnustundir.
12. Október. Fimm krakkar héldu tombólu til styrktar garðinum í salnum í Álftaveri safnaðist 6.804 kr. Þessir krakar voru Herdís Mjöll, Mekkín. Birta, Samúel og Björn Halldór.
18 október. Framkvæmdastjóra bar boðið til Virginíu í Bandaríkjunum ásamt eignmanni til að vera viðstödd Íslandsdag á Bluemonte Vineyard en þar hélt Bogga smá pistil fyrir gesti um Raggagarð. Voru um 300 manns á kynningunni. Einnig var lag sem Eggert Nielson hafði samið um Súðavík og garðinn spilað. Í þessari ferð var einnig farið í kynnisferð til Great Country Farm sem rekur fjölskyldu og dýragarð.
30. Október. Sendiráð Íslands í Bandaríkjunum vísar á lagið um Súðavík í fréttabréfi og jólakveðju birt í Bandarískum blöðum.
22. Nóvember. Eggert og Michelle Nielson gáfu Raggagarði lagið IN SÚÐAVÍK og allan rétt á bæði lag og texta. Að því tilefni færðu þau garðinum 20 diska af gjöf til að selja til styrktar garðinum.
13. Desember.
Sigurbjörg Gísladóttir færir garðinum 8 jólakerti til að selja til styrktar garðinum. Sigurborg hefur gert það undanfarin ár. Verðmæti gjafarinnar er 12.000 kr.
Styrkir, gjafir og fjáröflun samtals: 1.241.983 kr
Unnar vinnustundir í sjálfboðavinnu: 308 klukkustundir.