From 2010
2. janúar 2010. A Christmas meeting of the park's board at the chairman's home. Review the state of affairs and the action plan reviewed for next spring.
4. apríl 2010. Félagið sá um að selja kaffi og kleinur á myndlistarsýningu Siggu Mæju í Samkomuhúsinu til fjáröflunar fyrir garðinn. Safnaðist saman báða daganna 24.368 kr. Bogga, Anne Berit og Dísa sáu um kaffið. Sjálfboðavinna 10 tímar
4. maí 2010. Fyrstu bekkir og borð sett út í garðinn. Barði Oddný Þórir Slavian og Elmar tóku stóru bekkina út. Sjálfboðavinna 5 tímar
.
8. maí 2010. Lag og texti um Raggagarð og Súðavík afhent formanni Raggagarðs.
11. maí 2010. Kl:21:00. Barði fór í Raggagarð og síðan að smíða í hálfdekk til að setja undir vegasaltið. Sjálfboðavinna 2 tímar.
20.mai 2010. Barði og Sigurdís setja restina af borðum og bekkjum út. Sjálfboðavinna 1. tími.
01. júní 2010. Ný heimasíða tekur við en markmiðið var einnig að lækka fastan kostnað garðsins.
02.júní 2010. Júlíus Ólafsson afhenti Raggagarði 11 skilti sem hann hefur fræsað í nöfn styrktaraðila garðsins. Júlli gaf vinnu sína við verkið en það er á andvirði 150.000 kr.
05. júní 2010. Girðing á milli Eyradals og þorpsins í eigu Súðavíkurhrepps rifin. Helga og Dísa Samúels og Samúel og Herdís og Bogga rifu skjólgirðinguna niður og fóru með í geymslu Raggagarðs. Flott að fá girðingarefni frá hreppnum og nýta efni sem annars hefði lent í ruslinu. Sjálboðavinna 12 tímar
6. júní 2010. Barði og Bogga fóru fyrst að rífa niður girðingu og síðan í Raggagarð að koma stuðpúðum undir vegasaltið. Sjálfboðavinna 4 tímar.
09. júní 2010. Kl:20:00. Barði í Raggagarði að gera ýmislegt og að undirvinna fyrir hellur. Sjálfboðavinna 2 tímar.
14. júní 2010. Á sunnudagskvöldið lögðu Barði og Dísa restina af hellunum fyrir framan litla húsið í garðinum. Sjálboðavinna 6 tímar.
15 júní 2010. Barði í Raggagarði kl:19:00 til kl:22:30 var að vinna í tröppunni við litla húsið. Sjálfboðavinna 4 tímar.
16. júní 2010. Krakkarnir í bæjarvinnuni í Súðarvík tóku til að hreinsa og laga til í tjábeðum og fjarlægja gróður úr sandinum frá kl 8 í morgun fram til tvö. Súðavíkurhreppur styrkti garðinn með þessu. Bogga var allan daginn með þeim ásamt verksjórum. Krakkarnir vou 15 alls ásamt Gunnu. Styrkur Súðavíkurhrepps var því 75.510 kr. Sjálboðavinna Boggu 6 tímar.
16. júní 2010. Barði fór í að smíða tröppurnar við litla húsið í garðinum við pallinn með aðstoð Boggu þetta kvöld. Sjálfboðavinna 7 tímar alls.
17. júní 2010. Þjóðhátíðardagurinn var nýttur meðal annars til að slá Raggagarð og laga til og gróðursetja. Það var hluti af fjölskyldunni sem gerðu það. Bogga Þórir og Dóri. Sjálfboðavinna 9 tímar
24. júní 2010. Kl:16:00. Barði fór á bátnum Örn Ís með Eggert og Mellonheads, skoðaður fiskur í kvíum og síðan siglt inn í Vigur með hópinn. Ferðaþjónustan í Vigur bauð hópnum upp á Kaffi og með því. Kominn heim kl:21:00. Sjálfboðavinna Barða 6 tímar
25. júní 2010. Settir voru staurar við innganinn á garðinum og skilti með styrktaraðilunum sett upp. Jónbjörn Bornsson gróf fyrir stauranna og Bogga og Dóri settu stauranna niður. Andir og Dóri festu skiltin á stauranna. Bogga sá um annan undirbúning á viðburðinum. Samtals var unnir í sjálfboðavinnu alls 12 tímar
25. júní 2010. Ellefu skilti með nöfnum styrktaraðila voru afhjúpuð í garðinum með viðhöfn. Að tilefni dagsins spilaði hljómsveitin Bandaríska Melonheads lög og sungu fyrir gesti í garðinum í blískapar veðri. Einnig afhenti sveitastjórinn Ómar Már Jónsson hljómsveitinni lykil af Súðavík af tilefni dagsins. Einnig afhenti Ómar framkvæmdastjóra Raggagarðs innrammað skjal og kleinu tré með nafnbótinni Sprakki Súðavíkur framkvæmdastjóra garðsins til heiðurs.
26. júlí 2010. Hljómsveitin Melonheds sem kom alla leið frá Virginíu í Bandaríkjunum til að halda stórdansleik til styrktar garðinum í Edinborgarhúsinu á Ísafirði. Ætlunin var að safna upp í mini-golf brautir. Til að þetta væri mögulegt þá styrktu nokkrir aðilar Raggagarð um að koma hljómsveit og græjum vestur og einnig við tónlistarflutninginn.
Þar má nefna N1 með lán á kerru undir hljómflutningstækin að andvirði 59.000 kr Sæferðir, sætaferð með Baldri frá Vestfjörðum að andvirði 65.520 kr. Hraðfrystihúsið um siglingu í Vigur að andvirði 50.000 kr og ferðaþjónustan Vigur bauð hópnum kaffi að andvirði 19.200 kr. Edinborgarhúsið og Stuð ehf lánuðu sal og hljóðkerfi endurgjaldslaust að andvirði 50.000 kr og 72.000 kr
10. júlí 2010. Stafsmannafélag Hraðfrystihúss Gunnvöru Hnífsdal hélt fjölskyldudag í Raggagarði. Raggagarðsfólkið sá um að grilla fyrir starfsmannafélagið. Hraðfrystihúsið Gunnvör hf gaf garðinum 250.000 kr að þessu tilefni. Dóri, Hulda, Anna Lind, Anne Berit og Genka sáu um grillið. Sjálfboðavinna 10 tímar
19. júlí 2010. Raggagarður fékk úthlutað 500.000 kr styrk úr Pokasjóði.
19. júlí 2010. Fundur stjórnar í Raggagarði. Formaður kynnti fyrir stjórn um fjárhaldstöðu félagsins og næstu framkvæmdir.
27. júlí 2010. Barði, Anne Berit, Hafliði og Bogga fóru í það að smíða jarðvegsgirðingu á efra svæðinu á milli kastalans og hinna tækjanna. Jónbjörn á gröfunni gró fyrir staurunum og setti sand þegar það var búið. Bogga kláraði svo daginn eftir að festa nokkrum staurum. Sjálfboðavinna alls 16 tímar.
29. júlí 2010. Vélsmiðja Isafjarðar útbjó tunnu fyrir grillösku úr grillunum. Bogga sótti og málaði tunnuna. Sjálfboðavinna alls 2 tímar.
7. ágúst 2010. Að tilefni af 5 ára afmæli Raggagarðs var blásið til afmælisveislu í Raggagarði. Kveikt var á stóra grillinu og gátu gestir og gangandi skellt grillkjöti af heiman á grillið fyrir sig og sína. Nói Sirius bauð upp á Siriuslengjur og nóakropp og Vífilfell bauð krökkunum upp á svala af tilefni dagsins. Gummi Hjalta trubator frá Ísafirði og Mugison ásamt hjónunum Eggert og Michelle tóku lagið og skemmtu veislugestum. Tónlistarfólkið gaf vinnu sína og Súðavíkurhreppur lánaði hljóðkerfi af tilefni dagsins að andvirði 25.000 kr. Sumarbúar Súðavík gáfu Raggagarði 25.000 kr í afmælisgjöf.
16 .ágúst 2010. Kl:20:00 Barði og Sigurdís í Raggagarði að hanna tröppur eða stigbretti við Aparóluna. Sjálfboðavinna 2 tímar.
17. ágúst 2010. Barði í Raggagarði að saga í restina á þrepinu við litla húsið. Sjálfboðavinna 2 tímar.
18. ágúst 2010. Barði í Raggagarði að klára þrepið við snirtinguna,og síðan að smíða þrep í jarðvegsgirðinguna við Kastalann. Sjálfboðavinna 1,5 tímar.
19. ágúst 2010. Barði í Raggagarði , kláraði að smíða tröppu í jarðvegsgirðinguna við Kastalann. Sjálfboðavinna 3 tímar.
21 .ágúst 2010. Kl:09:30 Barði og Sigurdís fóru í Húsasmiðjuna og keyptu efni fyrir Raggagarð. Sjálfboðavinna 2 tímar.
22. ágúst 2010. Kl:13:30 farið með efnið inn í hús á Langeyri , efnið (timbrið) fuavarið og sagað niður í stigbrettið. Barði, Sigurdís, Samúel og Herdís. Sjálfboðavinna 3 tímar.
24. ágúst 2010. kl:18:00 Barði og Sigurdís í Raggagarði að smíða stigbretti upp á hólinn við Aparóluna. Sjálfboðavinna 5 tímar.
25 ágúst 2010. Barði og Sigurdís í Raggagarði að smíða stigbrettið við Aparóluna. Sjálfboðavinna 2 tímar.
26. ágúst 2010. Barði í Raggagarði að smíða. Sjálfboðavinna 2 tímar
27. ágúst 2010. Gámaþjónusta Vestfjarða gaf Raggagarði tvær stórar ruslatunnur til að safna gosflöskum við ruslagámanna í gömlu Súðavík. Einnig gaf Gámaþjónustan Raggagarði lítið kar sem var lagað sem þvottakar fyrir grillin í garðinum. Gjöfin var að andvirði 46.000 kr
28. ágúst 2010. Fyrirtækið Wurth á íslandi gaf Raggagarði öfluga borvél til þess að nota við framkvæmdir í garðinum. Gjöfin er á andvirði 61.000 kr.
1. sept 2010. Sindri og Bogga fóru í það að umstafla hellum á bretti á Tanganum á Ísafirði. K.N H á Ísafirði gaf Raggagarði þessar gölluðu hellur til viðbótar við það sem Ársel gaf árið áður. Eimskip setti brettin á bílpall hjá Jónbirni sem flutti þær til Súðavíkur og Eiríkur hjá H.G tók þær af við garðinn. Sjálfboðavinna við hellurnar var 6 tímar alls.
5. sept 2010. Eimskip flytjandi flutti grindina af álftarhliðinu Norður til Akureyrar og til Súðavíkur eftir galvanerseringu. Samtals styrkti Eimskip garðinn um 21.420 kr. Jónbjörn gróf holur fyrir undirstöðurnar og Vestfirskir Verktakar tóku það að sér að slá upp fyrir því og steypa.
6 sept 2010. Barði í Raggagarði að laga til motturnar undir aparólunni og laga til. Sjálfboðavinna 2 tímar.
5. sept 2010. Barði í Raggagarði að smíða við aparóluna. Sjálfboðavinna 2 tímar.
9. sept 2010. Eggert hjálpaði Boggu að slá utan af steypuklumpunum sem eru undirstöður undir álftarhliðið. Samtals sjálfboðavinna 8 tímar
Anne Berit, Oddný Bergs, Þórir Garibaldi og Bogga fóru í það að telja dósir sem safnast hefur í allt sumar. Safnaðist yfir sumarið alls fyrir 62.688 kr.
Sjálfboðavinna 7 tímar alls.
19. sept 2010. Talning fór fram í gestabók Raggagarðs. Árið 2009 skrifuðu 1686 manns í bókina en í ár voru það 2335 manns. Það er ekki nema um 50-60% sem skrifa í gestabókina og því má gera ráð fyrir að um 4000 manns hafi heimsótt garðinn í sumar.
21. sept 2010. Stjórn Raggagarðs kom saman á Jóni Indíafara og veitti viðtöku 780 kortum sem listakonan Bergljót u Sveinsdóttur hefur málað með vatnslitum og lét útbúa póstkort og gaf garðinum. Söluandvirði kortanna er 78.000 kr
3. október 2010. Raggagarður sá um kaffi á Melrakkasetrinu á ráðstefnu sem þar var haldin til fjáröflunar fyrir garðinn. Bogga, Oddný og Dísa sáu um baksturinn. Bogga og Dísa aðstoðuðu vertann með kaffið. Safnaðsist alls 27.000 kr. Sjálfboðavinna alls 4 tímar.
8. október 2010. Valli, Þórir, Dóri og Bogga settu stóru bekkina inn í bílskúr og síðan fór Bogga og Þórir í það næstu daga að setj inn önnur garðhúsgögn og dót úr garðinum. Einnig voru mini-golf brautirnar færðar úr Túngötu 13 yfir í bílskúrinn á 10. Samtals sjálfboðavinna 8 tímar.
15. okt 2010. Jónbjörn Björnson tók að sér að grafa upp gamla skolpbrunnin í garðinum og A V Pípulagnir setti nýjan brunn í stað þess gamala. Kostnaðurinn við brunnin var 29.619 kr en A.V. pipulagnir styrkti garðinn um vinnuna sem var alls 22.400 kr
3. nóvember 2010. Vegagerðin setur upp skilti (vegvísi ) við þjóðveginn sem vísar á garðinn úr báðum áttum. Það er Súðavíkurhreppur sem styrkir garðin um þennan kostnað upp á 130.000 kr.
1 .desember 2010. Bogga fór í það að rífa niður restina af flekunum á griðingunni svo það verði auðveldara að taka stauranna strax næsta vor sem ætlaðir eru í jarðvegsgirðingu í Raggagarði. Samtals sjálfboðavinna 6 tímar.
Annað:
Þetta árið var Raggagarður sleginn 6 sinnum í sumar og var það Iceland Tour Guy ehf sem skaffaði tæki til þess og Halldór gaf vinnuna við sláttin. Andvirði sláttarins vélavinna er um 48.000 kr. Samtals sjálfboðavinna 12 tímar.
Þrif á salernishúsi, eftirlit og þrif á grillum var í höndum Boggu en Anne Berit sá um eina helgi. Samtals sjálfboðavinna vegna þrifa og eftirlits 16 tímar sumar 2010. Þrif á grillum sumar 2010 alls sjálfboðavinna 10 tímar.