Starfið 2004

7. Janúar 2004.

Var ákveðið að stofna áhugamannafélag sem fékk  vinnuheitið Raggagarður. Þar sem ekki var hægt vegna reglugerða að reisa leiktæki úr rekaviði  og smíða sjálf tækin eins og upphaflega var áætlað. Var stefnan því sett á að kaupa öll tækin til að fyllsta öryggis væri gætt og farið eftir reglum.  Í stjórninni sitja fulltrúar hagsmunaaðilar sveitarfélagsins.  Barði Ingibjartsson f,h Sumarbyggðar hf. Jónas Ágústsson f,h Sumarbúa.  Sigurdís Samúelsdóttir Hreppsnefnd.  Guðjón Kjartansson f,h Hornstrandaferða hf.  Formaður Raggagarðs Vilborg Arnarsdóttir f,h foreldra.
Sótt var um styrk til Ferðamálaráðs og Pokasjóð Verslunarinnar í febrúar og mars.  Félagið fékk 1.000.000 kr úr Pokasjóði 10. maí  sem setti kraft í framkvæmdirnar.
13. Maí. Var fyrsta skóflustungan tekin.  Gámaþjónusta Vestfjarða hafði heyrt af verkefninu og bauð félaginu að gefa alla gröfuvinnu  við að rífa upp villigróður og jafna út og móta lóðina.  Starfsmaður Gámaþjónustunnar gaf einnig sína vinnu.  Það tók 3 og hálfan vinnudag að klára verkið og var þessi styrkur fyrir vinnu og vélar  um 250.000 kr.
21. Maí.  Margrét Pétursdóttir  gestur Sumarbyggðar hf gaf 25.000 kr í garðinn.
23. Maí. Auglýstur vinnudagur í Fjölskyldugarðinum. 12 manns mættu til að hreinsa torf frá runnum og gróðri.  Unnið var í 4 tíma eða samtals 48 vinnustundir.
30. Maí. Félagið keypti hlaupakött og vegasalt fyrir fjóra frá Lappsett í Finnlandi fyrir 622.693 kr.   Söluaðili er Jóhann Helgi og Co.  Hann hefur gefið vilyrði fyrir því að garðurinn fái 6-10% afslátt af öllum leiktækjum frá honum.  Til samanburðar sagðist hann gefa Sveitarfélögum 3-6% afslátt.  Afslátturinn að þessu sinni var 40.651 kr.
4. Júní. Veraldarvinir unnu  á vegum hreppsins í 4 tíma við að hreinsa villigróður og klippa runnagróður sem fyrir er í garðinum.  Þau voru 14 frá átta þjóðlöndum. Samtals vinnustundir voru 56 vinnustundir sem Súðavíkur styrkti garðinn um eða um  30.800 kr.
5. Júní. Jónbjörn Björnsson tók að sér að grafa fyrir leiktækjunum.  Gera trjáskurð og setja húsdýraáburð ofan í.  Einnig að fjarlægja meiri mold þar sem sandurinn verður.  Hann hefur gefið alla gröfuvinnu sumarsins í garðinum ásamt sinni vinnu. Einnig flutti hann 30 rúmmetra af sandi í garðinn. Vinna og vélar alls 290.000 kr.
20. Júní. Leiktækin voru komin og flutt með Flytjanda.  Einnig voru 3 borð og bekki flutt með Flytjanda.  Flytjandi styrkti garðinn með því að flytja leiktækin og borðin endurgjaldslaust til Súðavíkur. Styrkurinn var að andvirði 145.000 kr.
2. Júlí. Tinna Rún 9 ára stúlka  gaf allan ágóða af hlutaveltu sem hún hélt til Raggagarðs að upphæð 8.100 kr. Það dugði fyrir einu borði í garðinn.
12 Júlí. Boggafór á Sæluhelgi á Suðureyri með nýbakaðar Raggagarðs-kleinur til að taka þátt í kleinukeppninni.  Tóku 11 keppendur þátt.  Raggagarðskleinurnar vann kleinubikarinn en þetta var í fyrsta skipti sem þekið er þátt í slíkri keppni.  Kleinurnar eru orðnar hluti af uppbyggingu garðsins og hefðar á vinnudögum.
25.Júlí. Auglýstur vinnudagur í garðinum.  Þá var tekið til hendinni og tyrft hluti af lóðinni. 22 mættu á vinnudaginn og unnið í 4 tíma.  Torf var hlaðið á bretti á Svarthamri og síðan tyrft í garðinum.  Tveir fúavörðu bekki og borð.  Nokkrir sáu um að gróðursetja Víðir og Viðju.  Bifreiðaverkstæði Helga Bjarna lagði til bíl og mann sem styrk við garðinn til að flytja torfið. Daginn eftir mættu 7 manns í garðinn í 5 tíma til að klára að tyrfa. Samtals vinnustundir alls 123 vinnustundir. Helgi Bjarnason gaf vinnu sína og tækjavinnu að andvirði 10.000 kr.
10. Ágúst. Súðavíkurhreppur ákvað að gefa Raggagarði fimm mini-golf brautir sem Pálína Vagnsdóttir hafði smíðað fyrir hreppinn. Gjöfin er að andvirði 290.000 kr
6. September. Hafist var handa við að steypa niður festingar fyrir leiktækin.  Félagar ehf komu með dráttarvél sem notuð var við steypuvinnuna og gáfu garðinum vinnu sína.  5 manns unnu við steypuvinnuna og undirbúning í 8 stundir.  Áður hafði Sigurdís unnið í marga klukkustundir við að gera mót fyrir steypuna.  Vestfirskir Verktakar mældu fyrir tækjunum.  Þrír í stjórn Raggagarðs hafa lagt mikla vinnu við garðinn bæði á vinnudögum eða utan þeirra. Vinnustundir voru 45 alls.  Styrkur frá Félögum ehf fyrir vélar 20.000 kr.
13. September. Fór Halldór þórisson í að setja saman leiktækin 2 og fór í það alls 32 vinnustundir. Einnig var torfið slegið mokað að leiktækjum og annar frágangur  28 vinnustundir hjá stjórninni. Keyptar voru öryggismottur fyrir hlaupaköttinn frá Gúmmívinnslunni Akureyri fyrir 260.724 kr og fenginn var 20% afsláttur sem styrkur í garðinn.  Afsláttur alls 31.900 kr.
Þegar hér var komið við sögu var vetur konungur farinn að gera okkur erfitt fyrir og því var ákveðið að fresta frekari aðgerðum til vors.
29. Desember. Haldinn var jólafundur stjórnar Raggagarðs.  Farið var yfir framkvæmdir ársins og lagt á ráðin um næstu skerf.

Ýmsir minni styrkir voru gefnar af einstaklingum samtals alls 156.000 kr.

Sumarbyggð hf, Hraðfrystihúsið Gunnvör og Víkurbúðin keyptu og gáfu boli sem á stendur Súðavík hjarta Vestfjarða að andvirði 124.000 kr.  Allur ágóðinn af sölu bolanna renna til Fjölskyldugarðsins.  Bolirnir voru til sölu sumarið 2004.
Einnig Styrktu Sveitafélögin Súðavíkurhreppur, Ísafjarðabær  og Bolungarvíkurkaupstaður um 62.250 kr. hvert til að kaupa boli  með áletruninni Vestfirðir þar sem hjartað slær.   Allur ágóði af sölunni rennur til Fjölskyldugarðsins.  Bolirnir fara í sumarið sölu 2005 og verða seldir á norðanverðum Vestfjörðum á útimörkuðum þegar eitthvað er um að vera.  Áætlaður söluhagnaður er 500.000 kr.

Einnig  bakaði framkvæmdastjóri kleinur til að bjóða uppá á vinnudögum og til sölu við ýmis tækifæri í þorpinu og víðar um sumarið og fór allur ágóðinn af sölunni til garðsins.

Heildar kostnaðaráætlun er upp á 14.945.837 kr.

Árið 2004 er búið að framkvæma fyrir 2.768.837 kr.

Þar af var keypt leiktæki, öryggismottur  og fleira fyrir 1.433.683 kr. Gefin vinna og afsláttur 1.335.151 kr.

Sjálfboðavinna í garðinum þetta árið var 276 vinnustundir alls.
Vinna Framkvæmdastjóra er aðeins skráð á vinnudögum garðsins en þar fyrir utan er vinna við fjáröflun fyrir garðinn, kleinubakstur og fleira ekki skráð.

Árið 2003.          Starfið.

5. Ágúst. 2003. Sótt var um leyfi til hreppsnefndar fyrir svæði 1. Leikskólalóð og lóð við Nesveg.

Svar við erindinu kom 29. september 2003 þar sem Súðavíkurhreppur samþykkir leiksvæði á þessum stað.

6. Október 2003 var verkefninu hrundið af stað með dreifibréfi til Súðvíkinga um þessa fyrirætlan og fjáröflun með köku og kleinubakstri.  Vilborg kynnti fyrir bæjarbúum hugmyndina um að reisa fjölskyldugarð smíðað úr rekavið og var fyrirmyndin meðal annars Kjarnaskógur á Akureyri.   Um áramót hafði safnast 47.262 kr.

en_USEnglish