Starfið 2006

15. Janúar. Vestfirskir Verktakar afhentu garðinum salernishús í garðinn og var það flutt í Raggagarð og bundið við klifurgrind þangað til að grafið verði fyrir vatni og skolplögnum á neðrasvæðinu.  Nam styrkurinn frá Vestfiskum Verktökum um 400 þús kr en efniskostnaður nam um 450 þús kr en Húsasmiðjan gaf 20% afslátt á efninskostnaði.

10. Apríl. Boðsferð.  Framkvæmdastjóri Raggagarðs fór í 4 daga ferð til Finnlands 1 apríl síðastliðnum. Það var Jóhann Helgi og Co ásamt leiktækjaframleiðandanum Lappset í Finnlandi sem buðu Vilborgu (Boggu ) í þessa ferð ásamt sex öðrum frá suðurlandi.

29. Maí. Ráðherraheimsókn.  Sjávarútvegsráðherra Einar Kr Guðfinnsson ásamt sjávarútvegsráðherra Færeyja áttu leið um Súðavík 15-17 maí og heimsóttu meðal annars Raggagarð

29. Maí. Pokasjóður úthlutaði úr sjóðum sínum þann 19 maí síðastliðnum í Salnum í Kópavogi. Raggagarður fékk 1 miljón kr í styrk. Súðavíkurhreppur styrkir garðinn um 400.000 kr

14. Júní. Bryggjudagar í Súðavík.
Var grillað saman í garðinum og samverustund fjölskyldunnar.

18. Ágúst. Gjöf til Raggagarðs.
Þann 27 júlí afhentu synir Sigurðar Kristjánssonar Raggagarði sjóð sem Sigurður heitin frá Tröð hafði ætlað til kaupa á trjám á útivistarsvæði Raggagarðs. Stofnuð var bók í sparisjóðnum Þar sem féð að upphæð 54.265 kr er geymt til betri tíma.

12. Ágúst. Listarsumar í Raggagarði.  Amazing race, leikir og kraftakeppni í Raggagarði á Listasumarsdegi.

20. Ágúst. Þann 20. ágúst 2006 var auglýstur vinnudagur í Raggagarði. Farið var í að hreinsa gras úr trjábeðum. Mættu 6 fullorðnir og 11 börn til vinnu frá kl:14.00 til 16.30. Að sjálfsögðu var boðið upp á kaffi og Boggu kleinur í kaffinu fyrir sjálfboðavinnuna. Skipt var um bremsugorm í aparólunni enda mjög vinsælt og skemmtilegt tæki fyrir alla fjölskylduna. Félagið þakkar sjálfboðaliðunum fyrir vel unnin störf.  Samtals 43 vinnustundir. Jónbjörn Björnsson Gröfuþjónusta Flutti meiri sand í garðinn og tók gamla hauga í burtu og styrkti garðinn með vinnu um 100.000 kr.

25. Október. Áhugamannafélagið Raggagarður hefur fest kaup um 3 miljón króna Kastala sem ætlaður er 6 ára börnum og eldri. Kastalinn kemur frá Lappset í Finnlandi en Jóhann Helgi og Co flytur inn leiktæki þaðan. Pokasjóður Verslunarinnar styrkti garðinn um 1 miljón á þessu ári og einnig hefur Súðavíkurhreppur ákveðið að styrkja Raggagarð um 1.3 miljón krónur til að kaupa kastalann. Auk þess gefur Jóhann Helgi og Co Raggagarði mjög góðan afslátt á tækinu.
Ætlunin er að Kastalinn verði kominn upp í Raggagarði fyrir opnun 1 júní 2007.  Í vetur verður leitað eftir fjármagni til að kosta flutning á Kastalanum vestur og einnig er þó nokkur kostnaður við að setja hann niður og kaup á öryggismottum við Kastalann.

31. Október. Hönnun Raggagarðs
Í vetur verður unnið við að teikna og hanna Fjölskyldugarðinn bæði útivistarsvæði og leiktækjasvæðið.
Vestfirðingurinn Sigurður Friðgeir Friðriksson hefur lagt Raggagarði lið með því að hanna Fjölskyldugarð Vestfjarða í samvinnu við Vilborgu (Boggu) framkvæmdastjóra Raggagarðs. Sigurður er í marster námi við Konunglega háskólann í Kaupmannahöfn í Danmörku. Hann hefur lokið BS  námi Landbúnaðarháskóla Íslands.
Lagt er upp úr því að ýmislegt í hönnun útivistasvæðis verði frábrugðin að einhverju leiti öðrum sambærilegum görðum og sérstaða svæðisins vísi í vestfiska menningu náttúru og hugvit.

18. Desember. Glæsileg jólagjöf til Raggagarðs.
Þann 1. desember fékk Raggagarður að gjöf 25.000 krónur. Gjöfin er frá árgangi fædda 1965 sem voru nemar í grunnskóla Ísafjarðar. Þau héldu upp á 25 ára útskriftarafmæli í sumar og fóru meðal annars í Raggagarð og áttu góða stund þar. Aðrir styrkir voru frá Eggert Nielsson 12.000 kr Helga Samúelsdóttir 10.000 kr. Geisladiskar að gjöf frá Kjartani Sigurjónssyni að andvirði 75.000 kr og kerti til fjáröflunar að andvirði 16.000 kr

23.Desember. Ofsaveður gerði í Súðavík og fór vindhviður hæst upp í 52 metra á sekúndu.  Við þetta slitnaði festingar á salernishúsi og það fauk yfir vegasaltið og inn á lóð á Nesveg 5.  Þrír 12 manna bekkir fuku um koll og fóru í sundur og garðljós og hjálmur skemmdist.  Fóru stjórnarmenn í það að bjarga í hús bekkjunum og öðru lauslegu.  Samtals 8 tímar alls

Ágúst 2006.
Á fundi Áhugamannafélagsins Raggagarðs ágúst 2006 var ákveðið að fresta kaupum á leiktækjum í garðinn til vors 2007 vegna fjárskorts.  Framkvæmdir við garðinn 2006 voru viðhalds tækja og gróðurs í garði.  Grafin var skurður inn í garðinn fyrir vatnsleiðslu  og skolplögn fyrir salerni garðsins. Sveitastjórnum í Bolungarvík og Ísafjarðarbæ var send styrkbeiðni en þeim var hafnað.  Einnig var leitað til stærri fyrirtækja á svæðinu.
Súðavíkurhreppur ætla að leggja til um 1.300 þúsund kr til að fjármagna kastalann sem kostar 2.955.000 kr frá Jóhann Helga og Co. í febrúar 2007.
Fundarmenn voru sammála því að þar sem stórvirki var unnið í garðinum fyrir opnun garðsins 2005 væri best að einbeita sér við að klára að mestu leiksvæðið áður en hafist verður handa við næsta áfanga með útivistarsvæðið.  Þar sem áætlað var að kaupa dýrasta tækið í garðinn var jafnframt ákveðið að bíða með frekari kaup til vors 2007 eða þar til nægt fjármagn væri til þess.
Það er stefna félagsins og framkvæmdastjóra að framkvæma ekki meira en peningur er fyrir hverju sinni.  Einnig var því fagnað að Raggagarður er komin með tilskilin leyfi sem opið leiksvæði  hjá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða.
Um 600 gestir hafa ritað í gestabók garðsins eftir opnun haust 2005 en skrifar þó ekki nema einu sinni í bókina þó það komi alla daga á meðan dvöl stendur.  Það hefur komið í ljós við talningu gesta að það er ekki nema 1 af 4 sem skrifa nafnið í bókina.  Því er nokkuð víst að  það er um 2.400 manns sem hefur þegar heimsótt garðinn frá opnun ágúst 2005.

Samtals framkvæmdir árið 2006.   1.159.908
Samtals styrkir og gjafir  1.545.469. kr
Sala á bolum, húfum, staupum og kleinum 313.340 kr
Seldar dósir fjáröflun 78.753 kr
Samtals vinnustundir alls 51 tími
Vinna Framkvæmdastjóra er aðeins skráð á vinnudögum garðsins en þar fyrir utan er vinna við fjáröflun fyrir garðinn, kleinubakstur og fleira ekki skráð.

 

en_USEnglish