Starfið 2007

28.12.2006. Jólafundur Raggagarðs haldinn á heimili formansins og farið yfir farin veg.

05.01.2007. Var farið í björgunaraðgerðir, þar sem Helgi Bjarnason og Jónbjörn hífð upp og settu á bílpall salernishúsið og það flutt að garðinum aftur og fergjað með stórum steyptum steinum. Í björgunaraðgerðum tóku þátt Barði, Helgi, Jónbjörn, Bogga og Oddný. Salernishúsið var nær óskemmt fyrir utan rennur og smá skemmd á þaki.
12 vinnustundir fóru í þetta.

15. janúar. Súðavíkurhreppur styrkti Raggagarð um 1.3 milj kr til að kaupa stærsta leiktækið í garðinn og 200 þús kr árið á undan.

01.febrúar. Fundur stjórnar Raggagarðs.  Rætt var um fyrirhugaðar framkvæmdir og kaup á leiktækjum.  Einnig var ákveðið að tryggja leiktækin hjá VÍS.
Í framhaldi vegna tjónsins 23 des var ákveðið að tryggja leiktækin og annan búnað garðsin.  Er hann nú tryggður fyrir ofsaveðri og skemmdarverkum og einnig ef slys verða í garðinum.  Er Raggagarður líklega sá eini á landinu sem er með leiktækin sjálf tryggð.

15.febrúar. Félag Álft og Seyðfirðinga styrktu garðinn um 100.000 kr.

16. febrúar. Bogga og Halldór fóru á Selfoss í boði Jóhanns Helga og Co á Lappset kynningu.  Flugfélag Íslands styrkti framkvæmdastjóra um 8.200 kr eða flug til Reykjavíkur.  Komu keyrandi til baka í boði Gámaþjónustu Vestfjarða.

Mars og apríl. Stjórn Raggagarðs, Barði, Oddný, Anne Berit, Dísa og Bogga höfðu vinnukvöld í Bílskúrnum hjá Oddný og Barða þar sem borðin voru sett saman lagfærð og smíðað nýtt fyrir það sem brotnaði.  Borið var á borðin viðarolía og þau sett svo í bílskúr á Aðalgötu 16 fram til vors. Alls var mætt á 6 vinnukvöld.  Um 35 vinnustundir fóru í borðin.

Apríl. Bogga fór og bauð í salerni og klósett á Árvöllum Hnífsdal en Ísafjarðarbær auglýsti uppboð á öllum lausamunum í íbúðunum.  Dísa fór svo með Boggu sækja þetta í kerru 2 dögum síðar.  Um 3 vinnustundir.

Maí.2007. Pokasjóður Verslunarinnar styrkti garðinn um 500.000 kr til framkvæmda þetta árið.

Maí 2007. Jónbjörn Björnsson gróf upp fyrir undirstöðum fyrir salernishúss og gróf upp gamlar skolplagnir sem lágu frá garðinum til að tengja við.  Einnig var grafið út í götu fyrir vatni. Valgeir Scott var búin að klára vatns og skolplagnir í garðinum og Jónbjörn gröfuþjónustunni lokaði skurðunum með Dísu Samúels.  Um 4 vinnustundir

26.maí. Vinnudagur hjá stjórn Raggagarðs þar sem borðin voru færð í garðinn og eitt og annað lagað eftir veturinn.  Mættir voru Bogga Oddný, Barði, Dísa og Dóri. Um
8 vinnustundir fóru í þetta

26.maí. Garðurinn sleginn og Dísa Anne Berit og Helga Samúelsdóttir rökuðu grasið og hentu daginn eftir.  8 vinnustundir

Júní 2007. Halldór þórisson byrjaði á að setja kastalann saman í lok júní eftir að Jónbjörn Björnsson var búin að grafa fyrir honum á efra svæðinu.  Það tók Halldór um 102 vinnustundir að setja hann saman en hann fékk einnig hjálp á vinnudögum
Hann lauk því verki í lok júlí.  Um  102 vinnustundir fóru í samsetningu kastalans.

20. júlí. Fór ný heimasíða garðsins í loftið.  Það kostaði um 140.000 kr en Sparisjóður Vestfirðinga og Sparisjóður Bolungarvíkur styrkti garðinn um 70.000 kr hvor fyrir heimasíðugerðina.

25.júní. Buðu Rótarý félagar Boggu á hádegisverðafund félagsins til að flytja erindi um Raggagarð og sögu hans.  Í framhaldinu buðu Rótarýfélagar aðstoð sína á næsta vinnudegi.

02. júlí. Var vinnukvöldfrá kl:20.00 til 23.30 í Raggagarði og mættu 11 Rótarý menn ásamt Barða, Dísu, Dóra og Boggu.  Fóru 3 í að laga girðinguna um garðinn, 4 fóru að hjálpa Dóra í kastalanum aðrir gerðu jarðvegsgirðingu og fl. Kaffi og Boggukleinur voru í boði fyrir duglegt fólk.  52 vinnustundir voru unnar.

05. Júlí. Vestfirskir verktakar steyptu undirstöður salernishús en áður voru þeir búnir að gera klárt mæla og setja tómar olíutunnur sem steypt var í.  Jónbjörn björnsson gróf holurnar og setti svo möl meðfram.  Þeir styrktu garðinn um þessa vinnu.
4 vinnustundir fóru í þetta.

17. júlí. Vinnukvöld hjá stjórn Raggagarðs þar sem steypt voru undirstöður kastalans í Raggagarði.  Mættir voru Barði,  Dísa, Helga Sam, Jenný og Dísubörn. Tók þetta um 3 klst alls  Magnús Alfreðsson lánaði steypuhrærivél og gaf garðinum 2 poka af sementi.
18 vinnustundir.

28. júlí. Vinnustund í Raggagarði þar sem Jónbjörn Björnsson kom með sand til að setja við kastalann og undir hann.  Þurfti að moka helling af sandi til.  Unnið var frá kl:20.00 til 23.00. Mættir voru Oddný, Hafliði, Dísa, Anne Berit, Helga Sam Jenný og einnig tóku 2 gestir til hendinni.  Helgi Bjarnason hífði salernishúsið á grunnin með Barða og Boggu. Unnið var um  24 vinnustundir.

04. ágúst. Bogga sló garðinn og Matthias Brill sló Orkulundinn.  En grasið rakað og hirt á næsta vinnukvöldi 7 ágúst.  7 vinnustundir fóru í þetta.

07. ágúst. Vinnukvöld var haldinn frá kl: 20.00 til 23.00  og mættu meðal annars gestir Sumarbyggðar hf, hjónaklúbburinn Laufið í Reykjavík, heimamenn og stjórn garðsins.  Mættu alls 28 manns til að hreinsa gróður í garðinum.  Gámaþjónusta Vestfjarða lánaði opin gám fyrir ruslið og bíl til að flytja það frá garðinum. Kaffi og Boggukleinur voru í boði fyrir duglegt fólk.  Þetta kvöld voru unnar 84 vinnustundir.

Ágúst. Halldór (Dóri) setti saman lestina sem einnig var keypt í Raggagarð þetta árið en ákveðið var að setja hana saman heima á lóð framkvæmdastjóra þar sem meiri friður var með tækið í vinnslu. Alls fóru um 38 vinnustundir að setja hana saman.

30. ágúst. Framkvæmdastjóri Raggagarðs bauð Jóhanni Helga og fjölskyldu í helgarheimsókn til Súðavíkur sem þakklætisvott fyrir alla afslættina frá upphafi garðsins.  Bogga sýndi þeim Ytri og innri Súðavík ásamt Hlíð.  Um kvöldið bar borðar hjá framkvæmdastjóra og Barði og Oddný kíktu í heimsókn. Barði sigldi með hópinn að ljósakvíunum til að skoða fiskeldið. Daginn eftir fór Bogga með þau í bátsferð á Kjóanum, bát Sumarbyggðar hf  út í eyjuna Vigur og hún skoðuð í boði heimafólks og kaffi á eftir. Á heimleið var þeim boðið að prófa sjóstöng.  Þau voru mjög ánægð með mótökurnar í Súðavík

15.sept. Barði Oddný Hafliði og Dísa festu salernishúsið á grunnin í Raggagarði fyrir óveður sem spáð var.  Fór í þetta um 1 vinnustund.

Sept 2007. Oddný þreif salerni og vask og Dísa fór með það upp í Raggagarð.
2 vinnustundir

28.sept. Keyrði Barði lesinni niður í garð þar sem Jónbjörn var búin að gera klárt fyrir að setja hana fasta niður á neðra svæðinu.  Um 6 vinnustundir fóru í þann frágang.

29.sept. Kláraði Dóri að festa rennibrautina og stiga við lestina og Bogga setti inn borð og bekki, en Eggert Nílson styrkir garðinn með því að leyfa okkur að geyma 6 borð og bekki í bílskúrnum á Túngötu 10. um 4 vinnustundir fóru í þetta.

30.desember. Fundur stjórnar Raggagarðs þar sem farið var yfir greinagerð og vinu ársins og rætt um framkvæmdir næsta árs.

Ótalið er sláttur 3 sinnum í garðinum þar sem Dísa og Anne Berit rökuðu saman og fóru með grasið ásamt Helgu Sam.  Bogga sló garðinn 3 sinnum og Matthias Brill gaf vinnu við að slá með orfi.  Einnig annar frágangur á rusli eftir vinnudaga, og fl smálegt um sumarið.  Um 15 vinnustundir.

Þá er aldrei tekið saman í greinagerð vinna framkvæmdastjóra við að sækja um styrki, setja inn á heimasíðu eða baka kleinur til styrktar Raggagarði en það er áhöfnin á Júlíusi Geirmundsyni Ís sem eru stærstu styrktaraðilarnir á kleinunum.  Einnig er ótalið vinna bókara Raggagarðs við að halda utan um bókhald Raggagarðs.

Samtals var unnið í sjálfboðavinnu um 433 vinnustundir alls.  Það samsvarar að 1 maður hafi unnið (40 tíma á viku) í rúma 2 mánuði og tæpar 3 vikur í sumar.

Einnig vil ég geta þess að vörur eins og bolir, húfur og glös voru seld til styrktar Raggagarði bæði í Víkurbúð og Heydal. Einnig barst góðar gjafir frá hjónaklúbbnum Laufinu upp á 18.000 kr og Sigurbjörg Gísladóttir gaf sultu og kerti fyrir jólin að andvirði 16.500 kr og söfnuðust 75.830 kr fyrir dósir í Sumarbyggðinni hf sem selt var til BSV.Kofra.  Kleinusala var upp á 181.700 kr árið 2007.

is_ISÍslenska